THORBJÖRG BLOG

UPPSKRIFTIR

SKREVET AF: Thorbjörg Hafsteinsdóttir  |  24. juni 2016, kl. 18.59  |  0 Kommentarer  |  LÆS MERE

Glútenlaus Bananakaka

 

Mig langar að baka fyrir helgina og hafa það notalegt með góðum kaffibolla. Núna er allt að gerast. Bretarnir búnir að segja sig úr Evrópubandalaginu og strákarinir okkar í miðjum sögulegum viðburði í Frakklandi þar sem allt getur gerst. Englarnir eru með okkur! Og er það ekki boðskapurinn sem er verið að minna okkur á þessa dagana! Allt getur gerst! Það er engin ástæða til að vera hræddur við að láta sig dreyma og draumurinn þarf ekki einu sinni að vera hógvær eða smár. Bara næra hann og gefa í það sem þarf, bretta upp ermarnar og láta hlutina gerast. Allt getur sem sagt gerst. Eins og þessi kaka til dæmis. Það sem hins vegar ekki er að fara að ske, er að þessi fari eitthvað að trufa þig í maganum eða bulla í blóðsykrinum og ræni þig orkunni sem þú þarft á að halda í að láta drauminn rætast. Hér er ekkert verið að rugla boðefnin í rýminu með glúteni eða viðbættum sykri. Þvert á móti er gælt við bragðlaukana og samviskuna góðu. Ekki truflar það heldur, að baksturinn tekur enga stund.

 

 

Engin mjólk

Án glútens

Án sykurs

Allt til í flestum stórmörkuðum og heilsuverslunum.

50 g sesamfræsmjöl

150 g hrísgrjónamjöl   

150 g bókhveitimjöl

100 g gróft saxaðar hesslihnetur

1 dl hrísmjólk eða möndlumjólk

100 g hrísgrjónaflögur

2 tsk. kanelduft

2 tsk. engiferduft

1/2 tsk. negulduft

1 tsk. kardemómu duft

1 tsk. múskathnetu duft

1/4 tsk. vanilludfut

3 spsk. carob eller kakao duft 

1 tsk. flögu salt

1/2 tsk. svartur pipar

Saffinn og rifinn börkur af 1 lífrænni appelsínu

2 dl rúsínur eða döðlur skornar í litla bita (150 g)

2 tsk. lyftiduft /vínsteinslyftiduft ( sem er án glútens)

100 g kókosolía, lífræn og kaldpressuð

5 stk. þroskaðir bananar

2-3 lífræn eða vistvæn egg

Svona fer þú að

í hrærivel eða álíka blanda saman banana, kókosolíu, hrísmjólk og egg. Þú getur alveg gert þetta með sleif en stappaðu banana með gafli og bættu í.

Appelsínusafafnum bætt við.

Allt þurrefni blandað samam og smám samam hrær í blauta efnið. Kveiktu á ofninum 

Deigið sett í smurt form og baka í 30 mín í 180 °C í forhituðum ofni. Leyfðu kökunni alveg að kælast áður en þú skert í hana. Gott að hafa gott chai te með þessarri. 

Verði þér að góðu!

 

 

SKREVET AF: Thorbjörg Hafsteinsdóttir  |  12. november 2015, kl. 16.16  |  0 Kommentarer  |  LÆS MERE

Fitness fennel salat

 

  • Mjólkurlaust
  • Glútenlaust

 

 

4 skammtar  (sem meðlæti)

1 fennel skorinn í papírsþunnar sneiðar/flögur með mandolin rifjárni eða á venjulegu rifjárni

1/2 dl kaldpressuð jómfrúrepjuolía

1 stk. citrónugras eða safinn úr og fínt rifinn bökur af lífrænnri cítrónu 

2 dl sólblóma- eða graskersfræ

1 mtsk. wasabi krem eða fíntrifin piparrót

1/2-1 mtsk. akaciehunang eða 1 mtsk. Birkisæta

1 kúfuð mtsk. kókosolía 

 

Þurrristið fræin á vel heitri pönnu og passa að ekki brenni við.

Þegar fræin hafa tekið lit, bætið við kókosolíunni.

Þegar hún er brædd og bætið við wasabi eða piparrótinni, hunanginu eða birkisætunni.

Fjærlagið strax af pönnunni og kælið á diski eða í skál. 

 

Fíntsaxið cítrónugrasið með beittum hnif, eða rifið cítrónubörkinn og pressið safann út cítrónunni.

Blandið öllu hráefninnu saman í skálþ

Hellið repjuolíunni yfir og salt oig pipar.

Punta með fræblöndunni á toppinn. 

Blog Emner

Antiage Børn Debat Go Green Gode råd Gretes blog Karriere Kål eller Kanyle Livsstil Mad Nyheder Træning UPPSKRIFTIR Vitale opskrifter A Økologi