Kæri gestur

Þakka þér fyrir að líta við hjá mér. 

Ég heiti Þobjörg, fædd og uppalin í Reykjavík en á ættir mínar að rekja á Sæbóli í Aðalvík  á Hornströndum. Ég hef búið flest mín fullorðins ár  í Danmörku/ Kaupmannahöfn. Þar eru mínar 3 dætur fæddar og uppaldnar. 

Ég er hjúkrunarfræðingur, næringarþerapisti og markþjálfi / life coach. Síðustu 17 ár hef ég sótt update, endurmenntun og viðlögun í hagnýtri lækningarfræði og -næringu hjá Institute for Functional Medicine i USA. Ég sótti vetrar nám í Endurmennta stöð Háskóla íslands 2014 í Cognitive Behavior Therapy og mindfullness og sama ár útskrifaðist ég sem yogakennari frá Yoga Shala Reykjavík. 

Ég er rithöfundur og skrifa heilsu - og næringarbækur byggðar á hugmyndafræði minni um heildræna heilsufræði sem ég kalla einfaldlega "thorbjörg-þín lífsorka, mín ástríða" / "Your Vitality-My Passion". 

Ég skrifa á dönsku og bækurnar mínar eru allar 5 þýddar á íslensku og öll norðurlanda tungumálin. Vinsælasta bókin mín, anti age biblían "10 árum yngri á 10 vikum" og djús, safa og sjeik bókin "Safaríkt líf" eru fáanlegar á ensku og hægt að kaupa á m.a. amazon.com og amazon.co.uk og ibooks. 

Ég hef aldrei yfirgefið Ísland sem ég hef sterkar tilfinningar til. Ég hef komið reglulega heim til að heimsækja fjölskyldu mína, ferðast um landið og ekki minnst, til að vinna við að koma mínum heilsu- og lífsstíls boðskap á framfæri. Ég var með þeim fyrstu sem hóf umræðuna um óhóflega sykurneyslu og afleiðingar hennar og um glútenóþol og meltinagartruflanir. 

Ég á frumkvæðið að því að tengja mataræði, heilsu og heilbrigði, svo og geðheilsu og matinn sem við borðum. Bókin mín 10 árum yngri á 10 vikum, vakti alveg eins mikla athygli hér á íslandi og hún gerði þegar hún kom út í Danmörku 5 árum áður. 

Ég er með námskeið og fyrirlestra viðs vegar, tek þátt í heilsu umræðunni og bý til sjónvarpsþætti. Ef þú hefur áhuga á, að finna mig eða sækja námskeið eða fyrirlestur, er besta leiðin að gerast áskrifandi að fréttablaði mínu og fylgjast með mér á facebook síðunni minni. Mér þætti mjög vænt um að hafa þig í "netinu" mínu.

Facebook HÉR 

Fréttabréf / "Nyhedsbrev" er HÉR

Ef þú vilt panta einkatíma lestu HÉR

Hafðu samband: thorbjorg@thorbjorg.dk  eða sími 698 3048

Helstu tengiliðir mínir og samstarfsaðilar eru:

Yoga Shala 

Ankra Collagen / Feel Iceland