IS

Icelandic

Ljómandi námskeið hefst 21.águst

Stefnum í vor, orku og sléttari maga! Bless við slen, sykur og væl!   

LJÓMANDI þarf varla að kynna, en þetta 4. vikna námskeið hefur sannað sig sem eitt vinsælasta, skemmtilegasta og besta sem í boði er fyrir þig, líkama þinn og heilsu. 

Ef þú þarft ekki að lesa en vilt skrá þig strax ? HÉR 

Annars gjörðu svo vel og haltu áfram að lesa!


Kannastu við eitthvað af þessu?

 • -Meltingin er í ólagi ? Er maginn einum of uppblásinn og kannski örlítið of stór?
  -Húðin er þreytt og þurr. 
  -Það er langt í flæðið og skapið getur verið léttara og betra.
  -Hormónarnir í ólagi og lifa sínu eigin lífi! 
  -Svefninn er sísona !
  -Þú ert oft bólgin(n) og þrútin(n) í kringum augun og bjúgur í ökklum og fingrum. 
  -Líkamsrækt? Jú jú, það er ábyggilega voða gott fyrir mig! En hef ekki orku eða nenni því ekki!

 • -Sykurfíknin og brauðátið búið að ná tökum á þér ....aftur !

LJÓMANDI er ekki grenningar námskeið. En þú léttist samt um nokkur kíló! Sem er án efa gott, því það er ekkert hollt við magafitubelti! Þú ert ekki að fara í átak, heldur býð ég upp á, undir minni handleyðslu, að iðka friðsamlega og kærleiksríka lífsstílsbreytingu í 5 vikur! Það sem þú lærir gagnast þér til frambúðar. En það er ekki þar með sagt, að þú getir dúllað þér í gegnum þetta, án þess að hafa nokkuð fyrir því! En það er bara gaman! Maturinn á prógramminu er ekki hókus pókus eða framandi! Þvert á móti er nóg af góðum "alvöru" mat og drykk.

Leyndarmálið að orkunni, "fitusoginu" og jafnvæginu felst m.a. í matnum í samskipti við líkaman.

 • Gerð, gæði, samsetning og magn. Þetta skiptir öllu máli!  
 • Melting, uppsog og hverning líkaminn nýtir næringarefnin úr matnum.
 • Hægðir og losun úrgangs- og eiturefna úr líkamanum. 
 • Hormónar  
 • Heilinn, hugurinn og hverju þú ert tilbúinn að sleppa. 

Þorbjörg mun kenna þér þetta allt saman og allt hitt sem skiptir máli.

Ef þú ferð all in og ferð eftir fyrirmælum, þá eru verðlaun í vændum!  Meðal annars þetta:

 • Meiri orka!
 • Minni bólgur og minni verkir alls staðar t.d. í iljum, liðum, hnjám, mjöðmum, handleggum, öxlum.
 • Bættari og betri melting og reglulegar hægðir.
 • Meira af gleði og hamingju!
 • Betri svefn og léttari lund.
 • Grennri líkami og meiri vöðvamassi.

Aukið líkamlegt og andlegt janfvægi í bland með hæfilegum skammti af skýrleika og ró til að íhuga og endurskoða lífsgildi.

Taktu góða ákvörðun! Vertu með! Við stefnum í sykurlaust og kornlaust og í topp orku!

Staður. Lukkukot salurinn við hliðina á Happ í Höfðatorgi í Borgartúni.   

Stund: Kl 18-21. 

Verð; 38,900,- 

Innifalið: Aðhald og stuðningur í lokuðum hóp á Facebook. Kennslugögn, uppskriftir og hagnýtar ráðleggingar í hverri viku.

Nánari upplýsingar og skráning HÉR