IS

Tími hjá Þorbjörgu

 

Ég býð upp á einkatíma í hnitmiðaðri næringarráðgjöf og lífsstíls markþjálfun. Þú getur komið í "mætt á staðinn" viðtal, eða í Skype viðtal eða í síma viðtal. Eða blanda af öllu. Hentar þannig þér, sem býrð út á landi eða ert erlendis og þér sem leggur áherslu á að skipuleggja tíma þinn vel. 


Þú þarft ekki að vera veik(ur) eða það þarf ekki að vera neitt "að þér" til að leyta aðstoðar og hjálpar hjá mér. Kannski ertu að gera góða hluti en vantar "eitthvað" upp á til að gera enn betur. Fara yfir mataræðið, bætiefnin, lífsstílin þar á meðal svefn, hreyfingu og álagsvalda, til þess að fullkomna heilsuna örlítið betur. 

Þú nálgast eða ert komin á miðjan aldur og vilt kynna þér möguleika á að sporna gegn of hraðri öldrun en gera þitt til að eldast ljómandi og með þokka og reisn.

Stundar þú líkamsrækt og íþróttir og villt gera það allra besta fyrir þig til að ná sem bestum árangri og fyrirbyggja meiðsli? Það get ég hjálpað þér með. 

Flestir leyta þó til mín með heilsusamleg vandamál af margvíslegum toga. Hikaðu ekki að biðja um hjálp þó að þú hafir ekki hugmynd um "hvað sé að þér". Láttu mig um að finna hugsanlega ástæðu(r) og meðferð í samræmi. Ég hef 25 ára reynslu að baki. 

Ég hef aðgengi að bestu prófum sem völ er á til að greina m.a.líkamsaldur, DNA genpróf, meltingarvandamál, streitu, stöðu hormóna ef þú óskar eftir því.

Ég hef reynslu í að vinna með: 

 • Meltingarvandamál 
 • Krónískar þarma- og magabólgur
 • Candida- og aðrar sýkingar af völdum örveira
 • Lifrar hreinsun og detox
 • Bólgusjúkdómar t.d. liðgigt og verkir í stoðkerfi
 • Höfuverkur og mígreni
 • Hátt kólesteról og hár blóðþrýstingur
 • Hormóna vandamál og breytingarskeið
 • Vandamál í skjaldkirtli / vanvirkur kirtill
 • Krónískar sýkingar og skert ónæmiskerfi
 • Húð og húðsjúkdómar
 • Anti age og of ótímabær öldrun
 • Þyngdar vandamál og offita
 • Fíkn, sykurfíkn og matarfíkn
 • ADD og ADHD 
 • Streita, PTS , depruð og þunglyndi
 • Krabbamein 
 • Annað

Bjallaðu í mig og pantaðu tíma í síma 698 3048, sendu mér skilaboð eða sendu mér póst á thorbjorg@thorbjorg.dk  

Oft er 1 tími nóg til að koma þér vel af stað. En oftast þarf 3-5 tíma allt eftir umfangi málsins eða þínum óskum. Fjárhagslega borgar það sig að kaupa 5 tíma kort. 

Stakur tími kostar 16000kr, 3ja tíma kort kostar 45000kr og 5 tíma kort kostar 70000kr. Fyrsta viðtalið tekur 75 mínúttur og áframhald tak 60 mínútur. Það er hægt að skipta 60 mínúta tímanum í tvo 30 mínúta tíma. 

Það er ekki nauðsynlegt að hitta mig persónulega í alla tímana, en möguleiki á að taka viðtölin á Skype eða í síma. Þannig skiptir ekki máli hvar á landinu eða hvar í heiminum þú býrð eða ert. 

Það sem þú færð í tímanum fer eftir hvað þú villt. Ég aðstoða meðal annars með því að: 

 • greina einkenni og auka skilning á uppruna og lífsstílsþáttum sem hafa áhrif á "vandamálið"
 • leggja ráðin og hanna meðferðaráætlun sem kemur að mataræði, bætiefnum og lífsstílsbreytingum
 • detox og hreinsunar prógram
 • lífsstíls-, næringar- og heilsu markþjálfun.