IS

Um Þorbjörgu

Þakka þér fyrir að líta við hjá mér. 

Ég heiti Þorbjörg, stundum kölluð Tobba næringarþerapisti. Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og er afar stolt og hamingjusöm með að eiga ættir mínar í móðurlegg að rekja til Sæbóls í Aðalvík  á Hornströndum. Ég er Hornstrendingur og tel mig eiga hluta af styrk mínum og gena forfeðra og -mæðra minna. 

Ég fluttist snemma til Danmerkur og hef búið flest mín fullorðins ár í þar og aðallega í Kaupmannahöfn. Þar á ég líka heima og dætur mínar þrjár eru þar fæddar og búa enn.

Menntun og faglegur grunnur

Ég er hjúkrunarfræðingur, næringarþerapisti og markþjálfi / life coach. Síðustu 17 ár hef ég viðhaldið minni ástríðu og menntun og viðlögun í hagnýtri lækningarfræði og -næringu hjá Institute for Functional Medicine i USA. Til að næra áhuga minn á mynstrum og atferli okkar sótti ég vetrar nám í Endurmenntastöð Háskóla Íslands 2014 í Cognitive Behavior Therapy og Mindfullness  / Huglæg atferlismeðferð núvitund og sama ár útskrifaðist ég sem yogakennari frá Yoga Shala Reykjavík. 

Ég er rithöfundur og ég skrifa rit og bækur um heildræna heilsu, næringu og mat. Ég skrifa og held námskeið og fyrirlestra um heilsusamleg efni byggð á faglegum stoðum og reynslu sem hefur þróast í hugmyndafræði og hugtakavinnu þar sem áhugi minn á samhengi og atburðarrás fær útrás. Ég hef hannað fleiri konsept sem eru byggð á mínu lífsstarfi og rauði þráðurinn ert þú og hvað ég get gert til að þú njótir þín og sem best líkamlega og andlega. Þín lífsorka er mín ástríða" / "Your Vitality-My Passion". 

Konsept og nokkur verkefni.

10 árum yngri á 10 vikum on line námskeið. Á dönsku.  

MORE. Lífsstíls prógram fyrir stjórnendur í dönskum fyrirtækjum.

LJÓMANDI heilsa með Tobbu. 4. vikna námskeið með grunn í 10 árum yngri prógrammið.

Yoga Nutrition. Námskeið á Íslandi og í Danmörku. 

Yogafood. Bókin mín; Mín Yoga, næring til krop og sjæl, og veitingahúsið Yogafood í Reykjavík byggt á grunni hugmyndafræði minnar við vinnslu bókarinnar og uppskriftum út bókinni ásamt öðrum úr fyrri bókum.

Botox eða brokkolí / Nål eller kål. Danskur Sjónvarpsþáttur hjá DR1, 8 þættir um lífsstílsbreytingar þar sem ég var hönnuður næringar og lífsstílshlutans (brokkoli) og þáttarstjóri. 

100 Years Youngar in 21 Days. Breskur sjónvarpsþátturi fjórum hlutum, sýndur á ITV vorið 2018. Ég tek þátt í hugmyndahönnun og vinn í þáttunum sem ein af sérfræðingum sem kemur að næringarráðgjöf og öðrum meðferðum. 

Bækur

Ég skrifa á dönsku og 5 bækur eru þýddar á íslensku og öll hin norðurlandamálin. Vinsælasta bókin mín, anti age biblían "10 árum yngri á 10 vikum" / 10 Years Younger in 10 Weeks og djús, safa og sjeik bókin "Safaríkt líf" / Boost Your Vitality, eru fáanlegar á ensku og hægt að kaupa á m.a. amazon.com og amazon.co.uk og ibooks. 

Ég hef aldrei alveg yfirgefið Ísland sem ég hef sterkar tilfinningar til. Ég hef alltaf komið reglulega heim til að heimsækja fjölskyldu mína, ferðast um landið og ekki minnst, til að vinna við að koma mínum heilsu- og lífsstíls boðskap á framfæri. Ég var með þeim fyrstu sem hóf umræðuna um glúten og glútenóþol og óhóflega sykurneyslu og afleiðingar fyrir heilsu og holdafar. Ég er enn að. 

Ég á frumkvæðið að því að tengja mataræði, heilsu og heilbrigði, svo og geðheilsu og matinn sem við borðum. Bókin mín 10 árum yngri á 10 vikum, vakti mikla athygli hér á íslandi eins og víða hvar annars staðar, en ég var ein af þeim fyrstu sem skrifaði um og tengdi eðlilega öldrun við eitthvað sem hægt var að fyrirbyggja og hafa áhrif á. Meira að segja er hægt að leyfa sér að  hlakka til að eldast í orku og jafnvægi í hraustum og sterkum líkama og með vakandi heila í fullri meðvitund og minni. 

Námskeið

Ég held reglulega námskeið og fyrirlestra, tek þátt í heilsu umræðunni og kem fram í sjónvarpi. LJÓMANDI með Tobbu eru orðin frekar þekkt enda hef ég leiðbeint 15 hópa í gegnum 4. vikna námskeiðið sem hefur breytt stefnu og lífi fleiri hundruða. Ef þú hefur áhuga á, að finna mig eða sækja námskeið eða fyrirlestur, er besta leiðin að gerast áskrifandi að fréttablaði mínu og fylgjast með mér á facebook síðunni minni. Mér þætti mjög vænt um að hafa þig í "netinu" mínu.

Facebook HÉR 

Fréttabréf / "Nyhedsbrev" er HÉR

Ef þú vilt panta einkatíma lestu HÉR

Hafðu samband: thorbjorg@thorbjorg.dk  eða sími 698 3048